Aftur í loftið

Nú er styttist í forseta- og alþingiskosningar mun ég, í samvinnu við Kjarnann, endurvekja síðuna kosningaspa.is.

Í stað þess að beina athyglinni að niðurstöðum einstakra skoðanakannana, notast kosningaspa.is við allar fyrirliggjandi kannanir.

Reiknað er vægi fyrir hverja könnun sem ákvarðast af þremur þáttum:

1. Hver framkvæmir könnunina: Áreiðanlegri aðilar vega þyngra

2. Hvenær könnunin var framkvæmd: Nýrri kannanir vega þyngra

3. Hve margir svara könnuninni: Fjölmennari kannanir vega þyngra

Fylgi einstakra framboða er fundið með vegnu meðaltali úr fyrirliggjandi skoðanakönnunum. Nánari fróðleik um aðferðafræðina sem reiknilíkanið byggir á má finna hér.

Spá um stöðu flokka fyrir alþingiskosningar fer í loftið nú þegar og verður hún uppfærð eftir hverja nýja könnun.

Kosningaspá fyrir forsetakjör verður birt þegar kannanir sem endurspegla núverandi frambjóðendahóp hafa verið gerðar.

Sjá einnig á Kjarnanum.