Category Archives: uppgjör
Þingmannaspá
Alþingiskosningar – Frávik kannana
Frávik kannana
Meðalfrávik kannana í lokaspá fyrir alþingiskosningar 30. nóv 2024*
Könnunaraðili | Tímabil | Meðalfrávik |
Prósent | 25. – 28. nóvember | 1.7% |
Gallup | 23. – 29. nóvember | 1.0% |
Félagsvísindastofnun | 28. – 29. nóvember | 1.4% |
Maskína | 28. – 29. nóvember | 1.4% |
Meðaltal | 1.4% |
Ef við reiknum samsvarandi frávik í lokamatinu á kosningaspa.is, er meðalfrávik 1.2%.
Ef við berum gögnin í töflunni að ofan saman við meðalfrávik í alþingiskosningum 2021
Meðalfrávik kannana í lokaspá fyrir alþingiskosningar 25. sept 2021*
Könnunaraðili | Tímabil | Meðalfrávik |
Félagsvísindastofnun | 14.- 23. september | 2.3% |
MMR | 22.- 23. september | 1.8% |
Gallup | 20.- 24. september | 1.4% |
Maskína | 22.- 24. september | 2.1% |
Prósent | 17.- 21. september | 3.2% |
Meðaltal | 2.2% |
sjáum við að meðal frávikið er töluvert lægra nú en 2021. Einnig er vert að taka eftir að könnun Gallup í aðdraganda kosninga er næst niðurstöðum kosninganna bæði 2021 og 2024.
*(frambjóðendur með meira en 1.0% fylgi í könnunum)
Forsetakosningar 2024
Frávik kannana
Meðalfrávik kannana í lokaspá fyrir forsetakosningar 1. júní 2024*
Könnunaraðili | Tímabil | Meðalfrávik |
Félagsvísindastofnun | 22. – 30. maí | 4.9% |
Prósent | 27. – 30. maí | 4.7% |
Maskína | 27. – 29. maí | 3.5% |
Gallup | 24. – 31. maí | 3.8% |
Ef við berum þetta saman við forsetakosningarnar 2016:
Meðalfrávik kannana í lokaspá fyrir forsetakosningar 25. júní 2016*
Könnunaraðili | Tímabil | Meðalfrávik |
Félagsvísindastofnun | 19.- 22. júní | 4.5% |
Fréttablaðið | 21. júní | 4.4% |
Gallup | 20.- 24. júní | 4.0% |
Svo við sjáum að frávikið er svipað nú árið 2024 og það var árið 2016.
Hvernig gekk með kosningaspáin
Meðalfrávik í kosningaspá 31. maí sem notaðist eingögnu við vegið meðaltal kannananna í töflu 1 var 4.0%. Í líkur á sigri færslunni 31. maí var Katrín Jakobsdóttir með 40% líkur á að vinna kosningarnar og Halla Tómasdóttir 34%.
Þegar við skoðum meðalfrávik í loka kosningaspá sem birt var að morgni 1. júní þar sem fylgið var að auki framreiknað út frá þróun á fylgi síðustu vikuna fyrir kosningar er meðalfrávikið 3.7%. Í loka líkur á sigri færslunni var Halla Tómasdóttir komin í 41% líkur á að vera kosin forseti og orðin líklegri en Katrín Jakobsdóttir sem var enn með 40%.
Sjáumst í næstu kosningum.
*(frambjóðendur með meira en 1.5% fylgi í könnunum)
Sögustund
Fyrir þá sem eru áhugasamir um hvernig líkanið metur líkur á að frambjóðandi sigri forsetakosningar er gott að fara yfir hvernig líkanið metur líkur á sigri í fyrri forsetakosningum.
Forsetakosningar 2020
- Fylgi í síðustu kosningaspá fyrir kosningar
- Guðni Th. Jóhannesson 92.9%
- Guðmundur Franklín Jónsson 7.1%
- Líkur á sigri
- Guðni Th. Jóhannesson >99.9%
- Guðmundur Franklín Jónsson <0.1%
Forsetakosningar 2016
- Fylgi í síðustu kosningaspá fyrir kosningar
- Guðni Th. Jóhannesson 45.8%
- Halla Tómasdóttir 18.2%
- Davíð Oddsson 15.7%
- Andri Snær Magnason 15.2%
- Sturla Jónsson 2.5%
- Ástþór Magnússon 1.1%
- Aðrir < 1%
- Líkur á sigri
- Guðni Th. Jóhannesson 99%
- Halla Tómasdóttir 1%
- Davíð Oddsson <1%
- Andri Snær Magnason <1%
- Sturla Jónsson <1%
- Ástþór Magnússon <1%
- Aðrir <1%
Forsetakosningar 1996
- Meðal fylgi í síðustu skoðanakönnunum fyrir kosningar
- Ólafur Ragnar Grímsson 38.7%
- Pétur Kr. Hafstein 30.7%
- Guðrún Agnarsdóttir 27.1%
- Ástþór Magnússon 3.5%
- Líkur á sigri
- Ólafur Ragnar Grímsson 75%
- Pétur Kr. Hafstein 17%
- Guðrún Agnarsdóttir 8%
- Ástþór Magnússon <1%
- Aðrir <1%
Kosningaspá 2021 – uppgjör
Landið í heild
Skoðanakönnun Gallup næst niðurstöðum kosninga
Eitt markmið kosningaspárinnar er að setja skoðanakannanir í samhengi með því að vega saman fyrirliggjandi kannanir og gefa þeim áreiðanlegri meira vægi í spá um úrslit kosninga.
Hér að neðan má sjá vægi kannnana í lokaspá (birt 24. sept – 18:27) fyrir alþingiskosningar 25. september.
aðili | tímabil | vægi í spá |
Skoðanakönnun Maskínu | 22. – 24. sept. | 29.1% |
Þjóðarpúls Gallup | 20. – 24. sept. | 28.8% |
Skoðanakönnun MMR | 22. – 23. sept. | 18.3% |
Netpanell Félagsvísindastofnunar | 14. – 23. sept. | 12.2% |
Skoðanakönnun Prósent | 17. – 21. sept. | 11.6% |
Ef reiknað er meðalfrávik allra þessara kannana frá úrslitum kosninga fyrir níu stærstu framboð landsins (D,B,V,S,F,P,C,M,J) fást eftirfarandi niðurstöður.
aðili | meðal frávik frá úrslitum |
Skoðanakönnun Maskínu | 2.1% |
Þjóðarpúls Gallup | 1.4% |
Skoðanakönnun MMR | 1.8% |
Netpanell Félagsvísindastofnunar | 2.3% |
Skoðanakönnun Prósent | 3.2% |
Sömu könnunaraðilar komust næst kosningaúrslitum og í Alþingiskosningum 2017, Þjóðarpúls Gallup er næst úrslitum kosninga, skoðanakönnun MMR fylgir í kjölfarið. Könnunaraðilarnar sem fylgja á í kjölfarið eru skoðanakönnun Maskínu, netpanell Félagsvísindastofnunar og skoðanakönnun Prósent var fjærst niðurstöðum kosninganna.
Þingsætaspá 2021 – uppgjör
Líkur á fjölda þingsæta fyrir helstu framboð og fjöldi þingsæta sem hver flokkur fékk í þingkosningunum (rauði kassi).
Þingmannaspá 2021 – uppgjör
30. okt-niðurstöður
Kosningaspá- Alþingiskosningar- niðurstöður
Landið í heild
Skoðanakönnun Gallup næst niðurstöðum kosninga
Eitt markmið kosningaspárinnar er að setja skoðanakannanir í samhengi með því að vega saman fyrirliggjandi kannanir og gefa þeim áreiðanlegri meira vægi í spá um úrslit kosninga.
Hér að neðan má sjá vægi kannnana í lokaspá (birt 27. okt – 23:55) fyrir alþingiskosningar 28. október.
aðili | tímabil | vægi í spá |
Þjóðarpúls Gallup | 23. – 27 okt | 27.5% |
Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið | 22. – 25. okt | 20.9% |
Skoðanakönnun MMR | 26. – 27. okt | 20.4% |
Skoðanakönnun Fréttablaðsins Stöðvar 2 og Vísis | 23. – 24. okt | 18.1% |
Skoðanakönnun Zenter Rannsókna | 23. – 27. okt | 13.1% |
Ef reiknað er meðalfrávik allra þessara kannana frá úrslitum kosninga fyrir níu stærstu framboð landsins (A,B,C,D,F,M,P,S,V) fást eftirfarandi niðurstöður.
aðili | meðal frávik frá úrslitum |
Þjóðarpúls Gallup | 1.31% |
Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar | 1.83% |
Þjóðmálakönnun MMR | 1.43% |
Skoðanakönnun Fréttablaðsins Stöðvar 2 og Vísis | 1.74% |
Skoðanakönnun Zenter | 1.55% |
Þjóðarpúls Gallup er næst úrslitum kosninga, skoðanakönnun MMR fylgir í kjölfarið, svo skoðanakönnun Zenter, næst skoðanakönnun Fréttablaðsins Stöðvar 2 og Vísis og Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar var fjærst niðurstöðum kosninganna.
Ekki tókst að raða könnunum í rétta röð, en ánægjulegt er að sú könnun sem var næst úrslitum kosninga fékk áberandi mest vægi í lokaspá fyrir kosningar.
Til samanburðar er skemmtilegt að skoða meðalfrávikið í alþingiskosningum 2016, forsetakosningum 2016 og borgarstjórnarkosningum 2013.
aðili | meðal frávik frá úrslitum |
Skoðanakönnun Fréttablaðsins Stöðvar 2 og Vísis | 1.23% |
Þjóðarpúls Gallup | 1.71% |
Vegið meðaltal skoðanakannana MMR | 2.17% |
Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar | 2.40% |
aðili | meðal frávik frá úrslitum |
Gallup fyrir RÚV | 2.33% |
Félagsvísindast. fyrir Morgunblaðið | 2.66% |
Fréttablaðið | 2.73% |
aðili | meðal frávik frá úrslitum |
Capacent (nú Gallup) | 1.8% |
Fréttablaðið | 2.0% |
MMR | 2.3% |
Félagsvísindast. fyrir Morgunblaðið | 3.0% |
Óvænt fylgisaukning Flokks fólksins
Flokkur fólksins fékk óvænt 6.9% fylgi í nýafstöðnum kosningum þó að í öllum síðustu könnunum hafi flokkurinn mælst með um 4% fylgi. Við aðstæður sem þessar kemur kosningaspáin að góðum notum við að meta stöðuna. Ef við skoðum líkur á fjölda þingsæta fyrir Flokk fólksins í síðustu kosningspá sést að samkvæmt spánni eru helmings líkur á að flokkurinn nái manni inn á þing, jafnvel þó að samkvæmt öllum könnunum fái flokkurinn engan þingmann kjörinn.
Framtíðarspá
Sjáumst í næstu kosningum.