Kosningaspá 2021 – uppgjör

Landið í heild

Skoðanakönnun Gallup næst niðurstöðum kosninga

Eitt markmið kosningaspárinnar er að setja skoðanakannanir í samhengi með því að vega saman fyrirliggjandi kannanir og gefa þeim áreiðanlegri meira vægi í spá um úrslit kosninga.

Hér að neðan má sjá vægi kannnana í lokaspá (birt 24. sept – 18:27) fyrir alþingiskosningar 25. september.

Vægi kannana í lokaspá fyrir alþingiskosningar 28. október
aðili tímabil vægi í spá
Skoðanakönnun Maskínu 22. – 24. sept. 29.1%
Þjóðarpúls Gallup 20. – 24. sept. 28.8%
Skoðanakönnun MMR 22. – 23. sept. 18.3%
Netpanell Félagsvísindastofnunar 14. – 23. sept. 12.2%
Skoðanakönnun Prósent 17. – 21. sept. 11.6%

Ef reiknað er meðalfrávik allra þessara kannana frá úrslitum kosninga fyrir níu stærstu framboð landsins (D,B,V,S,F,P,C,M,J) fást eftirfarandi niðurstöður.

Meðalfrávik ef skoðuð eru níu stærstu framboð landsins
aðili meðal frávik frá úrslitum
Skoðanakönnun Maskínu 2.1%
Þjóðarpúls Gallup 1.4%
Skoðanakönnun MMR 1.8%
Netpanell Félagsvísindastofnunar 2.3%
Skoðanakönnun Prósent 3.2%

Sömu könnunaraðilar komust næst kosningaúrslitum og í Alþingiskosningum 2017, Þjóðarpúls Gallup er næst úrslitum kosninga, skoðanakönnun MMR fylgir í kjölfarið. Könnunaraðilarnar sem fylgja á í kjölfarið eru skoðanakönnun Maskínu, netpanell Félagsvísindastofnunar og skoðanakönnun Prósent var fjærst niðurstöðum kosninganna.

Continue reading

Kosningaspá – 24. sept.*

Fylgi framboða fyrir alþingiskosningar skv. nýjustu spá

**Framboð með minna en 2.0% fylgi eru flokkuð undir ‘Aðrir’.

Kannanir í nýjustu kosningaspá fyrir alþingiskosningar 25. september:

  • Netpanell Félagsvísindastofnunar 14. – 23. sept. (12,2%)
  • Skoðanakönnun Prósent 17. – 21. sept. (11,6%)
  • Skoðanakönnun Maskínu 22. – 24. sept. (29,1%)
  • Skoðanakönnun MMR 22. – 23. sept. (18,3%)
  • Þjóðarpúls Gallup 20. – 24. sept. (28,8%)

Fylgisþróun

*Færsla uppfærð með könnunum Maskínu og Gallup 18:27