Category Archives: uppgjör

Kosningaspá 2021 – uppgjör

Landið í heild

Skoðanakönnun Gallup næst niðurstöðum kosninga

Eitt markmið kosningaspárinnar er að setja skoðanakannanir í samhengi með því að vega saman fyrirliggjandi kannanir og gefa þeim áreiðanlegri meira vægi í spá um úrslit kosninga.

Hér að neðan má sjá vægi kannnana í lokaspá (birt 24. sept – 18:27) fyrir alþingiskosningar 25. september.

Vægi kannana í lokaspá fyrir alþingiskosningar 28. október
aðili tímabil vægi í spá
Skoðanakönnun Maskínu 22. – 24. sept. 29.1%
Þjóðarpúls Gallup 20. – 24. sept. 28.8%
Skoðanakönnun MMR 22. – 23. sept. 18.3%
Netpanell Félagsvísindastofnunar 14. – 23. sept. 12.2%
Skoðanakönnun Prósent 17. – 21. sept. 11.6%

Ef reiknað er meðalfrávik allra þessara kannana frá úrslitum kosninga fyrir níu stærstu framboð landsins (D,B,V,S,F,P,C,M,J) fást eftirfarandi niðurstöður.

Meðalfrávik ef skoðuð eru níu stærstu framboð landsins
aðili meðal frávik frá úrslitum
Skoðanakönnun Maskínu 2.1%
Þjóðarpúls Gallup 1.4%
Skoðanakönnun MMR 1.8%
Netpanell Félagsvísindastofnunar 2.3%
Skoðanakönnun Prósent 3.2%

Sömu könnunaraðilar komust næst kosningaúrslitum og í Alþingiskosningum 2017, Þjóðarpúls Gallup er næst úrslitum kosninga, skoðanakönnun MMR fylgir í kjölfarið. Könnunaraðilarnar sem fylgja á í kjölfarið eru skoðanakönnun Maskínu, netpanell Félagsvísindastofnunar og skoðanakönnun Prósent var fjærst niðurstöðum kosninganna.

Continue reading

Kosningaspá- Alþingiskosningar- niðurstöður

Landið í heild

Skoðanakönnun Gallup næst niðurstöðum kosninga

Eitt markmið kosningaspárinnar er að setja skoðanakannanir í samhengi með því að vega saman fyrirliggjandi kannanir og gefa þeim áreiðanlegri meira vægi í spá um úrslit kosninga.

Hér að neðan má sjá vægi kannnana í lokaspá (birt 27. okt – 23:55) fyrir alþingiskosningar 28. október.

Vægi kannana í lokaspá fyrir alþingiskosningar 28. október
aðili tímabil vægi í spá
Þjóðarpúls Gallup 23. – 27 okt 27.5%
Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 22. – 25. okt 20.9%
Skoðanakönnun MMR 26. – 27. okt 20.4%
Skoðanakönnun Fréttablaðsins Stöðvar 2 og Vísis 23. – 24. okt 18.1%
Skoðanakönnun Zenter Rannsókna 23. – 27. okt 13.1%

Ef reiknað er meðalfrávik allra þessara kannana frá úrslitum kosninga fyrir níu stærstu framboð landsins (A,B,C,D,F,M,P,S,V) fást eftirfarandi niðurstöður.

Meðalfrávik ef skoðuð eru níu stærstu framboð landsins
aðili meðal frávik frá úrslitum
Þjóðarpúls Gallup 1.31%
Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar 1.83%
Þjóðmálakönnun MMR 1.43%
Skoðanakönnun Fréttablaðsins Stöðvar 2 og Vísis 1.74%
Skoðanakönnun Zenter 1.55%

Þjóðarpúls Gallup er næst úrslitum kosninga, skoðanakönnun MMR fylgir í kjölfarið, svo skoðanakönnun Zenter, næst skoðanakönnun Fréttablaðsins Stöðvar 2 og Vísis og Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar var fjærst niðurstöðum kosninganna.

Ekki tókst að raða könnunum í rétta röð, en ánægjulegt er að sú könnun sem var næst úrslitum kosninga fékk áberandi mest vægi í lokaspá fyrir kosningar.

Til samanburðar er skemmtilegt að skoða meðalfrávikið í alþingiskosningum 2016, forsetakosningum 2016 og borgarstjórnarkosningum 2013.

Frávik kannana - alþingiskosningar 2016
aðili meðal frávik frá úrslitum
Skoðanakönnun Fréttablaðsins Stöðvar 2 og Vísis 1.23%
Þjóðarpúls Gallup 1.71%
Vegið meðaltal skoðanakannana MMR 2.17%
Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar 2.40%
Frávik kannana - forsetakosningar 2016
aðili meðal frávik frá úrslitum
Gallup fyrir RÚV 2.33%
Félagsvísindast. fyrir Morgunblaðið 2.66%
Fréttablaðið 2.73%
Frávik kannana - borgarstjórnarkosningar 2013
aðili meðal frávik frá úrslitum
Capacent (nú Gallup) 1.8%
Fréttablaðið 2.0%
MMR 2.3%
Félagsvísindast. fyrir Morgunblaðið 3.0%

Óvænt fylgisaukning Flokks fólksins

Flokkur fólksins fékk óvænt 6.9% fylgi í nýafstöðnum kosningum þó að í öllum síðustu könnunum hafi flokkurinn mælst með um 4% fylgi. Við aðstæður sem þessar kemur kosningaspáin að góðum notum við að meta stöðuna. Ef við skoðum líkur á fjölda þingsæta fyrir Flokk fólksins í síðustu kosningspá sést að samkvæmt spánni eru helmings líkur á að flokkurinn nái manni inn á þing, jafnvel þó að samkvæmt öllum könnunum fái flokkurinn engan þingmann kjörinn.

Framtíðarspá

Sjáumst í næstu kosningum.

Kosningaspá niðurstöður

Landið í heild

Skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis næst niðurstöðum kosninga

Eitt markmið kosningaspárinnar er að setja skoðanakannanir í samhengi með því að vega saman fyrirliggjandi kannanir og gefa þeim áreiðanlegri meira vægi í spá um úrslit kosninga.

Í borgarstjórnarkosningum 2013 og forsetakosningum fyrr á þessu ári endurspeglaði vægi í lokaspá fyrir kosningar frávik könnunar frá úrslitum. Sú var ekki raunin í nýafstöðnum Alþingiskosningum.

Hér að neðan má sjá vægi kannnana í lokaspá fyrir Alþingiskosningar 29. október.

Vægi kannana í lokaspá fyrir Alþingiskosningar 29. október
aðili tímabil vægi í spá
Þjóðarpúls Gallup 24. – 28. okt 28.3%
Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið 20. – 27. okt 27.0%
Vegið meðaltal skoðanakannana MMR 19. – 26. og 26. – 28. okt 24.4%
Skoðanakönnun Fréttablaðsins Stöðvar 2 og Vísis 25. – 26. okt 20.3%

Ef reiknað er meðalfrávik allra þessara kannana frá úrslitum kosninga fyrir sjö stærstu framboð landsins (A,B,C,D,P,S,V) fást eftirfarandi niðurstöður.

Meðalfrávik ef skoðuð eru sjö stærstu framboð landsins
aðili meðal frávik frá úrslitum
Þjóðarpúls Gallup 1.71%
Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar 2.40%
Vegið meðaltal skoðanakannana MMR 2.17%
Skoðanakönnun Fréttablaðsins Stöðvar 2 og Vísis 1.23%

Skoðanakönnun Fréttablaðsins Stöðvar 2 og Vísis er næst úrslitum kosninga, Þjóðarpúls Gallup fylgir í kjölfarið, svo MMR og Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar var fjærst niðurstöðum kosninganna.

Til samanburðar er skemmtilegt að skoða meðalfrávikið í forsetakosningum fyrr í sumar og borgarstjórnarkosningum 2013.

Frávik kannana - forsetakosningar 2016
aðili tímabil frávik frá úrslitum
Gallup fyrir RÚV 20.–24. júní 2.33%
Félagsvísindast. fyrir Morgunblaðið 19.–22. júní 2.66%
Fréttablaðið 21. júní 2.73%
Frávik kannana - borgarstjórnarkosningar 2013
aðili tímabil frávik frá úrslitum
Capacent (nú Gallup) 23.-29. maí 1.8%
Fréttablaðið 27.-28. maí 2.0%
MMR 29.-30. maí 2.3%
Félagsvísindast. fyrir Morgunblaðið 21.-27. maí 3.0%

Framtíðarspá

Sjáumst í næstu kosningum.

Forsetakosningar – uppgjör

Vægi skoðanakannana í loka kosningaspá endurspeglar frávik kannana frá úrslitum kosninga

Eitt helsta markmið kosningaspárinnar er að setja skoðanakannanir í samhengi með því að vega saman fyrirliggjandi kannanir og gefa þeim áreiðanlegri meira vægi í spá um úrslit kosninga.
Þegar kannanir sem gerðar voru stuttu fyrir forsetakosningarnar 25. júní eru bornar saman við úrslit kosninganna, sést að þetta markmið náðist.

Vægi kannana í lokaspá fyrir forsetakosningar 25. júní
aðili tímabil frávik frá úrslitum vægi í spá
Gallup fyrir RÚV 20.–24. júní 2.33% 52.9%
Félagsvísindast. fyrir Morgunblaðið 19.–22. júní 2.66% 28.3%
Fréttablaðið 21. júní 2.73% 18.8%

Könnunin sem fékk mest vægi í lokaspá fyrir kosningar (birt 24. júní) hefur minnst frávik frá úrslitum kosninganna. Könnunin sem fékk næst mest vægi reyndist með næst minnst frávik, og könnunin sem fékk minnst vægi reyndist með mest frávik.

Frávik skoðanakannana frá úrslitum

Athygli vekur að allar kannanir vanmátu fylgi Höllu Tómasdóttur og allar ofmátu fylgi Guðna Th. Jóhannessonar.

Frávik skoðanakannana í kosningaspá

(- merkir vanmat á fylgi og + ofmat á fylgi)
aðili Guðni Halla Davíð Andri Snær Sturla Elísabet Ástþór Guðrún Hildur meðal
Gallup 5.5% -9.3% 2.5% 1.5% -1.0% 0.4% 0.4% 0.2% -0.2% 2.33%
Félagsvísindast. 6.8% -11.6% 2.3% 1.4% 0.2% -0.1% 1.1% -0.3% 0.1% 2.66%
Fréttablaðið 9.9% -8.3% -1.3% -1.4% -1.0% 0.8% 1.4% -0.3% -0.2% 2.73%

Framtíðarspá

Sjáumst í alþingiskosningum í haust.