Kjarninn birti kosningaspá og samantekt um skoðanakannanir í aðdraganda forsetakosninga föstudaginn 26. júni.
Uppfært mat á fylgi eftir könnun Gallup sem birt var að kvöldi 26. júní.
Guðni Th. Jóhannesson 92.9%
Guðmundur Franklín Jónsson 7.1%
Fylgið er reiknað sem vegið meðaltal skoðanakannana þar sem vægi könnunar er ákvarðast af stærð könnunar, hversu nýleg hún er og hver framkvæmir könnunina.
Kannanir í uppfærðri kosningaspá fyrir forsetakosningar (27. júní):
- Skoðanakönnun EMC rannsókna 3. – 8. júní (7,4%)
- Þjóðarpúls Gallup 11. – 18. júní (19,7%)
- Skoðanakönnun Zentar 15. – 18. júní (26,1%)
- Þjóðarpúls Gallup 20. – 25. júní (46,8%)
Líkur frambjóðanda á kjöri til forseta eru óbreyttar, meiri en 99.9% líkur á að Guðni Th. Jóhannesson nái kjöri.