Hér að neðan má sjá þá frambjóðendur sem kjörnir voru á þing í kosningum gærdagsins. Kjördæmakjörnir þingmenn eru dökkgrænir og jöfnunarþingmenn ljósgrænir. Frekari greining á frávikum skoðanakannana birtist hér síðar í dag.
Helstu frávik
Athyglisvert er að í þeim tveimur kjördæma könnunum sem voru birtar voru í aðdraganda kosninga var Sjálfstæðisflokkurinn vanmetin í öllum kjördæmum í báðum könnununum ef eitt kjördæmi í annarri könnuninnu er undanskilið. Hið sama á við Framsóknarflokkinn. Hin vegar var fylgi Pírata ofmetið í öllum kjördæmum í báðum könnunum.
Þingmannaspá
Hér að neðan eru talin upp helstu frávik miðað við síðustu þingmannaspá gærdagsins.
Reykjavíkurkjördæmi norður
Þriðji þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Birgir Ármannson, komst inn á þing, en oddviti samfylkingarinnar, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, ekki.
Fylgi D í Þjóðarpúlsi Gallup: 26.2%
Fylgi D í Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar: 17.9%
D fylgi í kosningum: 29.5%
Fylgi S í Þjóðarpúlsi Gallup: 6.5%
Fylgi S í Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar: 9.5%
S fylgi í kosningum: 5.2%
Reykjavíkurkjördæmi suður
Oddviti Framsóknarflokksins, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, komst á þing, en oddviti Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, ekki.
Fylgi B í Þjóðarpúlsi Gallup: 6.6%
Fylgi B í Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar: 4.4%
B fylgi í kosningum: 7.4%
Fylgi S í Þjóðarpúlsi Gallup: 9.1%
Fylgi S í Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar: 4.3%
S fylgi í kosningum: 5.2%
Suðvesturkjördæmi
Fimmti þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Vilhjálmur Bjarnason, komst á þing, en þriðji þingmaður Pírata, Andri Þór Sturluson, ekki.
Fylgi D í Þjóðarpúlsi Gallup: 31.6%
Fylgi D í Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar: 24.5%
D fylgi í kosningum: 33.9%
Fylgi P í Þjóðarpúlsi Gallup: 17.4.%
Fylgi P í Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar: 21.1%
P fylgi í kosningum: 13.6%
Suðurkjördæmi
Annar þingmaður Pírata, Oktavía Hrund Jónsdóttir, komst ekki á þing, en annar þingmaður Framsóknarflokksins, Silja Dögg Gunnarsdóttir, komst á þing.
Fylgi P í Þjóðarpúlsi Gallup: 20.9.%
Fylgi P í Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar: 20.0%
P fylgi í kosningum: 12.8%
Fylgi B í Þjóðarpúlsi Gallup: 14.7%
Fylgi B í Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar: 13.1%
B fylgi í kosningum: 19.1%
Norðausturkjördæmi
Annar þingmaður Pírata, Guðrún Ágústa Þórdísardóttir, komst ekki á þing, en þriðji þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Valgerður Gunnarsdóttir, komst á þing.
Fylgi P í Þjóðarpúlsi Gallup: 17.5%
Fylgi P í Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar: 17.3%
P fylgi í kosningum: 10.0%
Fylgi D í Þjóðarpúlsi Gallup: 20.3%
Fylgi D í Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar: 22.9%
D fylgi í kosningum: 26.5%
Norðvesturkjördæmi
Annar þingmaður Vinstri Grænna, Bjarni Jónsson, komst ekki á þing, en þriðji þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Teitur Björn Einarsson, komst á þing.
Fylgi D í Þjóðarpúlsi Gallup: 26.2%
Fylgi D í Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar: 17.9%
D fylgi í kosningum: 29.5%
Fylgi V í Þjóðarpúlsi Gallup: 23.7%
Fylgi V í Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar: 22.1%
V fylgi í kosningum: 18.1%