Morgunblaðið birti niðurstöður úr Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands í morgun. Loka þingmannaspá fyrir Alþingiskosningar 2016 er vegið meðaltal úr Þjóðmálakönnun 20. – 27. október (47%) og Þjóðarpúlsi Gallup 24. – 28. október (53%). Birt kl 14:15 á Kjarnanum.
Ekki tókst að bæta Flokki fólksins og Dögun við myndir sem sýna niðurstöður í hverju kjördæmi. Í öllum kjördæmum landsins eru minna en 1% líkur á að Dögun fái þingmann kjörinn. Fyrir Flokk fólksins eru líkur á að fá þingmann kjörinn eftirfarandi:
Reykjavíkurkjördæmi norður: 13%
Reykjavíkurkjördæmi suður: 14%
Suðvesturkjördæmi: 9%
Norðvesturkjördæmi: 2%
Norðausturkjördæmi: 7%
Suðurkjördæmi: 4%