Kosningaspá – uppgjör

Vægi skoðanakannana í loka kosningaspá endurspeglar frávik kannana frá úrslitum

Eitt helsta markmið kosningaspárinnar er að setja upplýsingar í samhengi. Taka saman fyrirliggjandi skoðanakannanir og gefa þeim áreiðanlegri meira vægi í spá um úrslit kosninga.
Þegar frávik kannana frá úrslitum gærkvöldsins eru borið saman við það vægi sem kannanirnar fengu í loka spá fyrir kosningarnar (birt 30. maí) sést að þetta markmið tókst.

Vægi kannana í loka spá fyrir kosningar
aðili tímabil frávik frá úrslitum vægi í spá
Capacent 23.-29. maí 1.8% 27.7%
Fréttablaðið 27.-28. maí 2.0% 26.9%
MMR 29.-30. maí 2.3% 26.6%
Félagsvísindast. 21.-27. maí 3.0% 18.8%

Könnunin sem fékk mest vægi spánni reyndist vera með minnst frávik frá úrslitum gærkvöldsins. Könnunin sem fékk næst mest vægi reyndist með næst minnst frávik, og svo koll af kolli.
Forspárgildi vægis í kosningaspá í fyrstu keyrslu er því ásættanlegt. Nú þegar úrslit liggja fyrir hefst vinna við aðra ítrun á reiknilíkaninu sem kosningaspáin byggir á.

Frávik skoðanakannana frá úrslitum

Frávik skoðanakannana frá kosningaúrslitum gærkvöldsins er í við meira en í kosningum 2010, 2006 og 2002.
Athygli vekur að allar kannanir vanmátu fylgi Framsóknar & flugvallarvina og Sjálfstæðisflokksins. Sömuleiðis að allar kannanir ofmátu fylgi Bjartrar framtíðar og Pírata.

Frávik skoðanakannana í kosningaspá

(- merkir vanmat á fylgi og + ofmat á fylgi)
aðili tímabil B D R S T V Þ Æ meðal
Capacent 23.-29. maí -3.8% -3.1% 0.0% 4.8% 0.0% -0.4% 0.4% 2.2% 1.8%
Fréttablaðið 27.-28. maí -1.5% -3.5% -0.1% 3.6% -0.6% -2.5% 1.1% 3.0% 2.0%
MMR 29.-30. maí -4.0% -4.3% -0.3% -0.7% 1.9% 1.7% 3.3% 2.6% 2.3%
Félagsvísindast. 21.-27. maí -5.2% -4.8% -0.1% 5.4% 0.2% -2.2% 1.6% 4.3% 3.0%

Framtíðarspá

Sjáumst í næstu kosningum.