All posts by baldurhedinsson

1. nov – fylgi

Staðan – Fylgi flokka








Kannanir í nýjustu kosningaspá:

  • Maskína 22. – 28. okt (vægi: 55%)
  • Prósent 25. – 31. okt (vægi: 45%)

**Flokkar með minna en 1% fylgi eru flokkaðir undir ‘Aðrir’.

Fylgisþróun*

29. okt – þingsætaspá

Hér að neðan má sjá þingsætaspá fyrir komandi alþingiskosningar. Spáin byggir á fylgi framboða á landsvísu í nýjustu kosningaspá auk þess sem tekið er tillit til styrks framboða í mismunandi kjördæmum*.

Framkvæmdar eru 100.000 sýndarkosningar þar sem flökt er á fylgi og fyrir hverja niðurstöðu er þingsætum úthlutað (kjördæma- og jöfnunarþingsætum).

Líkur á fjölda þingsæta fyrir helstu framboð

Í töflunni að ofan má sjá dreifingu á fjölda þingsæta sem flokkur fær kjörinn í 100.000 sýndarkosningum. Til að taka dæmi, þá má lesa úr myndinni að ofan að 5% líkur eru á að Sjálfstæðisflokkurinn (D) fái 11 þingmenn og 18% líkur á að Píratar (P) fái 4 þingmenn kjörna.

Nokkrir flokkar eiga á hættu að ná ekki inn manni miðað við fylgi í nýjustu skoðanakönnunum

  • Vinstri græn (V)
    • 58% líkur á að flokkurinn nái ekki inn þingmanni
  • Sósíalista flokkurinn (J)
    • 46% líkur á að flokkurinn nái ekki inn þingmanni
  • Píratar (P)
    • 32% líkur á að flokkurinn nái ekki inn þingmanni
  • Framsókn (B)
    • 15% líkur á að flokkurinn nái ekki inn þingmanni
  • Flokkur fólksins (F)
    • 2% líkur á að flokkurinn nái ekki inn þingmanni

Þingsætafjöldi tveggja flokka stjórna

Líkur á að tveir framboðslistar nái samanlagt ákveðnum þingsætafjölda.

Til að ná meirihluta á Alþingi þarf samanlagður fjöldi þingmanna að vera a.m.k. 32. Rauða strikið í töflunni hér að ofan er línan sem þarf að komast yfir. Til að taka dæmi, þá má lesa úr myndinni að ofan að 11% líkur eru á að Samfylkingin og Miðflokkurinn (SM) nái samanlagt nógu mörgum þingsætum til að mynda meirihluta og 5% líkur á að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn (DS) nái meirihluta á þingi.

Þingsætafjöldi þriggja flokka stjórna

Nokkur dæmi um líkur á að þrír framboðslistar nái samanlagt ákv. þingsætafjölda.

Til að taka dæmi, þá má lesa úr myndinni að ofan

  • Flokkasamstarf Samfylkingar og Sjálfstæðissflokks
    • Auk M – DSM – 89% líkur á að ná amk 32 mönnum á þing
    • Auk C – DSC – 87% líkur á að ná amk 32 mönnum á þing
    • Auk F – DSF – 54% líkur á að ná amk 32 mönnum á þing
  • Stjórnarandstöðuflokkarnir
    • PSC – 28% líkur á að ná amk 32 mönnum á þing
  • Flokkasamstarf vinstri flokkanna VSJ
    • VSJ – < 1% líkur á að ná amk 32 mönnum á þing
  • Flokkasamstarf hægri flokkanna DCM
    • DCM – 44% líkur á að ná amk 32 mönnum á þing

Þingsætafjöldi fjögurra flokka stjórna

Nokkur dæmi um líkur á að fjórir framboðslistar nái samanlagt ákveðnum þingsætafjölda.

Til að taka dæmi, þá má lesa úr myndinni að ofan

  • Flokkasamstarf vinstri flokkanna VSJ ásamt P
    • VPSJ – 1% líkur á að ná amk 32 mönnum á þing
  • Flokkasamstarf hægri flokkanna DCM með F
    • DCMF – 93% líkur á að ná amk 32 mönnum á þing
  • Flokkasamstarf hægri flokkanna DCM með B
    • DBCM – 79% líkur á að ná amk 32 mönnum á þing
  • Flokkasamstarf flokkanna DBMF
    • DBMF – 41% líkur á að ná amk 32 mönnum á þing

*Til að meta styrk framboða í hverju kjördæmi fyrir sig er landsfylgi framboða í síðustu þremur alþingiskosningum borið saman við kjördæmafylgi.

28. okt – fylgi

Staðan – Fylgi flokka








Kannanir í nýjustu kosningaspá:

  • Prósent 18. – 24. okt (vægi: 37%)
  • Maskína 22. – 28. okt (vægi: 63%)

**Flokkar með minna en 1% fylgi eru flokkaðir undir ‘Aðrir’.

Fylgisþróun*

25. okt – Fylgi

Staðan – Fylgi flokka








Kannanir í nýjustu kosningaspá:

  • Þjóðarpúls Gallup sept (vægi: 15%)
  • Maskína 15. – 18. okt (vægi: 45%)
  • Prósent 18. – 24. okt (vægi: 40%)

**Flokkar með minna en 2% fylgi eru flokkaðir undir ‘Aðrir’.

24. okt – þingsætaspá

Hér að neðan má sjá þingsætaspá fyrir komandi alþingiskosningar. Spáin byggir á fylgi framboða á landsvísu í nýjustu kosningaspá auk þess sem tekið er tillit til styrks framboða í mismunandi kjördæmum*.

Framkvæmdar eru 100.000 sýndarkosningar þar sem flökt er á fylgi og fyrir hverja niðurstöðu er þingsætum úthlutað (kjördæma- og jöfnunarþingsætum).

Líkur á fjölda þingsæta fyrir helstu framboð

Í töflunni að ofan má sjá dreifingu á fjölda þingsæta sem flokkur fær kjörinn í 100.000 sýndarkosningum. Til að taka dæmi, þá má lesa úr myndinni að ofan að 13% líkur eru á að Sjálfstæðisflokkurinn (D) fái 11 þingmenn og 19% líkur á að Píratar (P) fái 4 þingmenn kjörna.

Nokkrir flokkar eiga á hættu að ná ekki inn manni miðað við fylgi í nýjustu skoðanakönnunum

  • Vinstri græn (V)
    • 46% líkur á að flokkurinn nái ekki inn þingmanni
  • Sósíalista flokkurinn (J)
    • 35% líkur á að flokkurinn nái ekki inn þingmanni
  • Píratar (P)
    • 25% líkur á að flokkurinn nái ekki inn þingmanni
  • Framsókn (B)
    • 11% líkur á að flokkurinn nái ekki inn þingmanni
  • Flokkur fólksins (F)
    • 7% líkur á að flokkurinn nái ekki inn þingmanni

Þingsætafjöldi tveggja flokka stjórna

Líkur á að tveir framboðslistar nái samanlagt ákveðnum þingsætafjölda.

Til að ná meirihluta á Alþingi þarf samanlagður fjöldi þingmanna að vera a.m.k. 32. Rauða strikið í töflunni hér að ofan er línan sem þarf að komast yfir. Til að taka dæmi, þá má lesa úr myndinni að ofan að 18% líkur eru á að Samfylkingin og Miðflokkurinn (SM) nái samanlagt nógu mörgum þingsætum til að mynda meirihluta og 8% líkur á að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn (DS) nái meirihluta á þingi.

Þingsætafjöldi þriggja flokka stjórna

Nokkur dæmi um líkur á að þrír framboðslistar nái samanlagt ákv. þingsætafjölda.

Til að taka dæmi, þá má lesa úr myndinni að ofan

  • Flokkasamstarf Samfylkingar og Sjálfstæðissflokks
    • Auk M – DSM – 93% líkur á að ná amk 32 mönnum á þing
    • Auk C – DSC – 77% líkur á að ná amk 32 mönnum á þing
    • Auk F – DSF – 46% líkur á að ná amk 32 mönnum á þing
  • Stjórnarandstöðuflokkarnir
    • PSC – 18% líkur á að ná amk 32 mönnum á þing
  • Flokkasamstarf vinstri flokkanna VSJ
    • VSJ – < 1% líkur á að ná amk 32 mönnum á þing
  • Flokkasamstarf hægri flokkanna DCM
    • DCM – 37% líkur á að ná amk 32 mönnum á þing

Þingsætafjöldi fjögurra flokka stjórna

Nokkur dæmi um líkur á að fjórir framboðslistar nái samanlagt ákveðnum þingsætafjölda.

Til að taka dæmi, þá má lesa úr myndinni að ofan

  • Flokkasamstarf vinstri flokkanna VSJ ásamt P
    • VPSJ – 3% líkur á að ná amk 32 mönnum á þing
  • Flokkasamstarf hægri flokkanna DCM með F
    • DCMF – 81% líkur á að ná amk 32 mönnum á þing
  • Flokkasamstarf hægri flokkanna DCM með B
    • DBCM – 75% líkur á að ná amk 32 mönnum á þing
  • Flokkasamstarf flokkanna DBMF
    • DBMF – 43% líkur á að ná amk 32 mönnum á þing

*Til að meta styrk framboða í hverju kjördæmi fyrir sig er landsfylgi framboða í síðustu þremur alþingiskosningum borið saman við kjördæmafylgi.

18. okt

Kosningspá komin í loftið.








Kannanir í nýjustu kosningaspá f. alþkosningar:

  • Þjóðarpúls Gallup sept (vægi: 18%)
  • Prósent birt 18. okt (vægi: 28%)
  • Maskína 15. – 18. okt (vægi: 54%)

Forsetakosningar 2024

Frávik kannana

Meðalfrávik kannana í lokaspá fyrir forsetakosningar 1. júní 2024*

KönnunaraðiliTímabilMeðalfrávik
Félagsvísindastofnun22. – 30. maí4.9%
Prósent27. – 30. maí4.7%
Maskína27. – 29. maí3.5%
Gallup24. – 31. maí3.8%

Ef við berum þetta saman við forsetakosningarnar 2016:

Meðalfrávik kannana í lokaspá fyrir forsetakosningar 25. júní 2016*

KönnunaraðiliTímabilMeðalfrávik
Félagsvísindastofnun19.- 22. júní4.5%
Fréttablaðið21. júní4.4%
Gallup20.- 24. júní4.0%

Svo við sjáum að frávikið er svipað nú árið 2024 og það var árið 2016.

Hvernig gekk með kosningaspáin

Meðalfrávik í kosningaspá 31. maí sem notaðist eingögnu við vegið meðaltal kannananna í töflu 1 var 4.0%. Í líkur á sigri færslunni 31. maí var Katrín Jakobsdóttir með 40% líkur á að vinna kosningarnar og Halla Tómasdóttir 34%.

Þegar við skoðum meðalfrávik í loka kosningaspá sem birt var að morgni 1. júní þar sem fylgið var að auki framreiknað út frá þróun á fylgi síðustu vikuna fyrir kosningar er meðalfrávikið 3.7%. Í loka líkur á sigri færslunni var Halla Tómasdóttir komin í 41% líkur á að vera kosin forseti og orðin líklegri en Katrín Jakobsdóttir sem var enn með 40%.

Sjáumst í næstu kosningum.

*(frambjóðendur með meira en 1.5% fylgi í könnunum)

1. júní – Líkur á sigri – lokaspá

Staða í könnunum + fylgisþróun

Hér að neðan má sjá líkur á að frambjóðandi sigri forsetakosningarnar í dag 1. júní. Líkurnar eru reiknaðar út frá lokamati á fylgi frambjóðenda og hversu mikið frávik hefur verið í síðustu skoðanakönnunum fyrir kosningar í sögulegum gögnum. Lokamat á fylgi frambjóðenda notast skoðanakannanir auk þess sem fylgið er framreiknað út frá þeirri fylgisþróun sem við höfum séð síðustu vikuna fyrir kosningar. Keyrðar eru 500.000 sýndarkosningar til að reikna út hversu líklegt er að hver og einn frambjóðandi sigri.








Aðrir frambjóðendur ná ekki 1% sigur líkum.

1. júní – fylgi – lokamat

Mat á stöðunni út frá könnunum

Mat á fylgi frambjóðenda og líkur á sigri í kosningunum í dag miðað við niðurstöður síðustu skoðanakannana má sjá í færslum gærdagsins

Mat á stöðunni út frá könnunum + fylgisþróun

Við mat á fylgi frambjóðenda á kjördag hef ákveðið að nota sömu skoðanakannanir en að auki framreikna fylgið út frá þeirri fylgisþróun sem við höfum séð síðustu vikuna fyrir kosningar.

Staðan – Framreiknað fylgi frambjóðenda á kjördag








Eins og sést á myndinni að ofan eru Halla Tómasdóttir og Katrín Jakobsdóttir svo gott sem hnífjafnar, þó Halla sé metin með örlítið hærra fylgi en Katrín.

Fylgisþróun

**Frambjóðendur með minna en 1.5% fylgi eru flokkaðir undir ‘Aðrir’.