Kosningspá komin í loftið.
Kannanir í nýjustu kosningaspá f. alþkosningar:
- Þjóðarpúls Gallup sept (vægi: 18%)
- Prósent birt 18. okt (vægi: 28%)
- Maskína 15. – 18. okt (vægi: 54%)
Kosningspá komin í loftið.
Meðalfrávik kannana í lokaspá fyrir forsetakosningar 1. júní 2024*
Könnunaraðili | Tímabil | Meðalfrávik |
Félagsvísindastofnun | 22. – 30. maí | 4.9% |
Prósent | 27. – 30. maí | 4.7% |
Maskína | 27. – 29. maí | 3.5% |
Gallup | 24. – 31. maí | 3.8% |
Ef við berum þetta saman við forsetakosningarnar 2016:
Meðalfrávik kannana í lokaspá fyrir forsetakosningar 25. júní 2016*
Könnunaraðili | Tímabil | Meðalfrávik |
Félagsvísindastofnun | 19.- 22. júní | 4.5% |
Fréttablaðið | 21. júní | 4.4% |
Gallup | 20.- 24. júní | 4.0% |
Svo við sjáum að frávikið er svipað nú árið 2024 og það var árið 2016.
Meðalfrávik í kosningaspá 31. maí sem notaðist eingögnu við vegið meðaltal kannananna í töflu 1 var 4.0%. Í líkur á sigri færslunni 31. maí var Katrín Jakobsdóttir með 40% líkur á að vinna kosningarnar og Halla Tómasdóttir 34%.
Þegar við skoðum meðalfrávik í loka kosningaspá sem birt var að morgni 1. júní þar sem fylgið var að auki framreiknað út frá þróun á fylgi síðustu vikuna fyrir kosningar er meðalfrávikið 3.7%. Í loka líkur á sigri færslunni var Halla Tómasdóttir komin í 41% líkur á að vera kosin forseti og orðin líklegri en Katrín Jakobsdóttir sem var enn með 40%.
Sjáumst í næstu kosningum.
*(frambjóðendur með meira en 1.5% fylgi í könnunum)
Hér að neðan má sjá líkur á að frambjóðandi sigri forsetakosningarnar í dag 1. júní. Líkurnar eru reiknaðar út frá lokamati á fylgi frambjóðenda og hversu mikið frávik hefur verið í síðustu skoðanakönnunum fyrir kosningar í sögulegum gögnum. Lokamat á fylgi frambjóðenda notast skoðanakannanir auk þess sem fylgið er framreiknað út frá þeirri fylgisþróun sem við höfum séð síðustu vikuna fyrir kosningar. Keyrðar eru 500.000 sýndarkosningar til að reikna út hversu líklegt er að hver og einn frambjóðandi sigri.
Aðrir frambjóðendur ná ekki 1% sigur líkum.
Mat á fylgi frambjóðenda og líkur á sigri í kosningunum í dag miðað við niðurstöður síðustu skoðanakannana má sjá í færslum gærdagsins
Við mat á fylgi frambjóðenda á kjördag hef ákveðið að nota sömu skoðanakannanir en að auki framreikna fylgið út frá þeirri fylgisþróun sem við höfum séð síðustu vikuna fyrir kosningar.
Eins og sést á myndinni að ofan eru Halla Tómasdóttir og Katrín Jakobsdóttir svo gott sem hnífjafnar, þó Halla sé metin með örlítið hærra fylgi en Katrín.
Fylgisþróun
**Frambjóðendur með minna en 1.5% fylgi eru flokkaðir undir ‘Aðrir’.
Ný kosningaspá verður birt í fyrramálið.
Hér að neðan má sjá líkur á að frambjóðandi sigri forsetakosningarnar 1. júní næstkomandi. Líkurnar eru reiknaðar út frá stöðunni í kosningaspánni og hversu mikið frávik hefur verið í skoðanakönnunum einum degi fyrir kosningar í sögulegum gögnum. Keyrðar eru 100.000 sýndarkosningar til að reikna út hversu líklegt er að hver og einn frambjóðandi sigri.
Aðrir frambjóðendur ná ekki 1% sigur líkum.
**Frambjóðendur með minna en 1.5% fylgi eru flokkaðir undir ‘Aðrir’.
Hér að neðan má sjá líkur á að frambjóðandi sigri forsetakosningarnar 1. júní næstkomandi. Líkurnar eru reiknaðar út frá stöðunni í kosningaspánni og hversu mikið frávik hefur verið í skoðanakönnunum tveimur dögum fyrir kosningar í sögulegum gögnum. Keyrðar eru 100.000 sýndarkosningar til að reikna út hversu líklegt er að hver og einn frambjóðandi sigri.
Aðrir frambjóðendur ná ekki 1% sigur líkum.
Staðan – Fylgi frambjóðenda
Von er á þremur skoðanakönnunum í dag. Nýtt mat á fylgi frambjóðenda og líkur á að þeir verði kjörnir forseti á laugardaginn verður birt hér á síðunni og á heimildin.is í fyrramálið samhliða því að blað Heimildarinnar verður gefið út á morgun.
Sjáumst í fyrramálið.