Ný skoðanakönnun Fréttablaðsins hefur lítil áhrif á spá um úrslit borgarstjórnarkosninga. Fylgi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks eykst lítillega, en fylgi Bjartrar framtíðar og Dögunar dalar.
Úthlutun borgarstjórnarsæta er óbreytt frá síðustu spá.
Fylgi framboða til borgarstjórnar skv. spá 1. maí
Kannanir í kosningaspá 1. maí 2014:
Skoðanakönnun Fréttablaðsins 29. apríl
Þjóðarpúls Capacent 19. mars – 10. apríl
Könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið 17.-23. mars
Kosningaspa.is er reiknilíkan sem ákvarðar fylgi framboða í aðdraganda borgarstjórnarkosninga út frá niðurstöðum fyrirliggjandi skoðanakannana.
Reiknað er vægi fyrir hverja könnun sem ákvarðast af þremur þáttum:
1. Hver framkvæmir könnunina: áreiðanlegri aðilar fá hærra vægi.
2. Hvenær könnunin var framkvæmd: nýrri kannanir fá hærra vægi.
3. Hvað svara margir könnuninni: fjölmennari kannanir fá hærra vægi.
Fylgi framboða reiknast sem vegið meðaltal af fyrirliggjandi könnunum.
Nánari lýsing á hvað ákvarðar vægi kannana:
1. Áreiðanleiki könnunaraðila er reiknaður út frá sögulegum skoðanakönnunum og kosningaúrslitum. Kosningar sem reiknilíkanið byggir á eru:
Borgarstjórnarkosningar: 2002, 2006 og 2010.
Alþingiskosningar: 2007, 2009 og 2013.
Spár könnunaraðila eru bornar saman við niðurstöður kosninga.
Frávik er mælt og notað til að ákvarða áreiðanleika könnunaraðila að teknu tilliti til fjölda svarenda og hversu langt er til kosninga. Auk þess hefur fjöldi kannana sem aðili hefur birt í aðdraganda kosninga áhrif á þennan útreikning (mean reveresion).
2. Vægi könnunar í spá minnkar þeim mun eldri sem könnunin er. Ef könnun er framkvæmd yfir lengra tímabil er aldur mældur frá miðju tímabilinu.
3. Fjölmennari kannanir fá hærra vægi, en vægisaukningin minnkar eftir því sem svarfjöldinn eykst.
Að lokum ber að minnast á að aðferðafræði kosningaspa.is byggir að verulegu leyti á aðferðum Nate Silver, sem áhugasamir eru hvattir til að kynna sér á fivethirtyeight.com
Ítarlegri lýsing á aðferðafræði kosningaspá.is verður birt innan skamms.